Cyprus Throwdown og er alþjóðlegt Crossfit mót sem hefur verið haldið í sjö ár. Fjöldi keppenda er á bilinu 550-600 allir aldurshópar og liðakeppni. Í vor þurftum þátttakendur að taka þátt í undankeppni til að komast inn á mótið. Við heyrðum í Ingibjörgu í morgun. „Það voru 20 keppendur í karlaflokkum og 10 í kvennaflokkum komast upp úr undankeppninni. Þetta er 3 daga mót og mjög fjölbreyttar æfingar t.d. sund, 3 km fjallahlaup, æfingar á strönd, max lyftur o. fl. Við vorum 3 sem fórum frá Íslandi Elli, Gaui Ólafs og ég,“ sagði Ingibjörg í samtali við Eyjafréttir. Þremenningunum gekk öllum vel í mótinu vel „Elli og Gaui kepptu í sama flokki og endaði Gaui í 6. sæti og Elli í 11.sæti. Virkilega flott hjá þeim. Þetta er þriðja alþjóðlega mótið sem við Elli förum á og þetta frábær upplifun og reynsla. Aðstæður mjög krefjandi að vera að keppa í rúmlega 30 stiga hita í sól. Við höfum einnig kynnst keppendum frá öðrum löndum og tengslanetið stækkað til muna. Það var mjög gaman loksins að vinna mót, tala nú ekki um að vinna dömu sem var að keppa á stóra sviðinu í Crossfitheiminum „The games“ Í lokin þá hvet ég alla Crossfitara að taka þátt í svona mótum þetta er frábær upplifun og góð leið til að sameina frí og áhugamál. En ég hefði aldrei gert þetta nema með miklum stuðningi frá Ella og krökkunum.“

Ingibjörg Jónsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir