Geor­ge Baldock, 26 ára gam­all leikmaður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Sheffield United, hef­ur byrjað alla níu leiki nýliðanna í ensku úr­vals­deild­inni á þess­ari leiktíð. Baldock var á sín­um stað í byrj­un­arliði Sheffield United sem vann frá­bær­an 1:0-sig­ur gegn Arsenal í ensku úr­vals­deild­inni í gær en árið 2012 lék hann sem lánsmaður hjá ÍBV í Vest­manna­eyj­um, þá 19 ára gam­all.

Baldock gerði eins mánaðar láns­samn­ing við ÍBV í maí 2012 en hann endaði á að eyða öll­ru sumr­inu með ÍBV í Eyj­um. Hann kom til fé­lags­ins frá MK Dons en í fyrstu var hon­um ætlað að fylla skarð Gunn­ars Más Guðmunds­son­ar og Andra Ólafs­son­ar sem þá voru að glíma við meiðsli. Magnús Gylfa­son var þjálf­ari ÍBV á þess­um tíma. „Ég mæli 100% með þessu fyr­ir leik­menn sem eru ekki að fá að spila,“ sagði Baldock í viðtali sem birt­ist í Vell­in­um á Sím­inn Sport á sunnu­dag­inn síðasta en þar ræddi hann dvöl sína á Íslandi.

„Þú græðir ekk­ert á því að mæta bara á æf­ing­ar hjá þínu liði, án þess að fá tæki­færi til þess að spila al­vöru­full­orðins­bolta. Ég spilaði líka í ensku ut­an­d­eild­inni sem var fínt en dvöl­in á Íslandi breytti mér sem knatt­spyrnu­manni. Ég varð ekki bara betri leikmaður eft­ir dvöl­ina því ég varð líka sterk­ari ein­stak­ling­ur í Vest­manna­eyj­um. Það herti mig að vera í burtu frá fjöl­skyldu og vin­um og ég þurfti að læra að treysta meira á sjálf­an mig.“

„Ég vil hvetja alla unga leik­menn til þess að prófa eitt­hvað þessu líkt, sér­stak­lega ef þeir eru ekki að fá þann spila­tíma sem þeir þurfa. Gæðin á Íslandi komu mér á óvart en það kom mér líka á óvart að marg­ir liðsfé­lag­ar mín­ir unnu all­an dag­inn, aðallega í fiski, og mættu svo á æf­ingu klukk­an 17. Það eina sem ég gerði á dag­inn var að bíða eft­ir æf­ingu síðar um dag­inn,“ sagði Baldock en viðtalið í heild sinni má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan.

tekið af mbl.is