Yfirlýsingar frá Kristni Guðmundssyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni

Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá […]

Helgafell í erfiðleikum í Vestmannaeyjahöfn

Landfestar slitnuðu þar sem flutningaskipið Helgafell lá bundið við bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Erfiðlega gekk í morgun að koma skipinu upp að bryggju en hvöss norðan átt hefur gengið yfir Vestmannaeyjar frá því í gær. „Þeir þurftu að bíða aðeins í morgun því það voru snarpar kviður við bryggju, annars hefur gengið vel að lesta […]

Myndaveisla: VSV-lið á útopnu á árshátíð

Þær gerast vart líflegri árshátíðirnar en sú sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar sóttu í Höllinni í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld, 19. október. Ingó veðurguð stjórnaði samkomunni og lék fyrir dansi fram undir morgun ásamt hljómsveit sinni. Tónelsk ungmenni úr byggðarlaginu sungu á sviðinu og slógu í gegn, annars vegar Gaddarar og hins vegar Sóley Óskarsdóttir. Á […]

Ný stjórn í Stafkirkjunni

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Stafkirkjunni á Heimaey, en það eru mennta- og menningarmálaráðherra, Vestmannaeyjabær og Biskup Íslands sem tilnefna í stjórnina til fjögurra ára í senn. Kári Bjarnason hefur verið tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra og tekur við af Hörpu Gísladóttur. Sólveig Adolfsdóttir hefur verið tilnefnd af Vestmanneyjabæ og tekur við af […]

Mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum

Kalt hefur verið í Eyjum undanfarna daga og hvöss norðan átt. Mikið álag hefur verið á HS veitum en margir bæjarbúar fengu SMS skilaboð frá fyrirtækinu í gær þar sem varað var við sveiflum í hita og þrýstingi vegna truflana í hitaveitu í Vestmannaeyjum. „Þetta er eitt mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum […]

Jól í skókassa – Aðeins vika eftir af verkefninu í Eyjum

Jól í skókassa hefur farið ágætlega af stað hér í Vestmannaeyjum og fjölmargir virkir í verkefninu. Síðasti skiladagur verkefnisins er föstudaginn 1. nóvember og því aðeins rétt rúm vika til stefnu fyrir þá sem ætla að vera með. Koma má með kassana í Landakirkju sem er að jafnaði opin milli 9 og 15 virka daga […]

Pallar og plötur fuku

Hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum í morgunsárið, fréttavefurinn ruv.is greindi frá því að  pallar fuku af stillans og þakplötur sem höfðu verið teknar af húsi vegna viðgerða tóku að fjúka. Lögreglumenn í Vestmannaeyjum gátu aðstoðað eiganda þakplatanna við að festa þær niður og eigandi stillansans hafði náð að tryggja hann áður en lögregla kom á vettvang. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.