Yfirlýsingar frá Kristni Guðmundssyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni

Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá […]
Helgafell í erfiðleikum í Vestmannaeyjahöfn

Landfestar slitnuðu þar sem flutningaskipið Helgafell lá bundið við bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Erfiðlega gekk í morgun að koma skipinu upp að bryggju en hvöss norðan átt hefur gengið yfir Vestmannaeyjar frá því í gær. „Þeir þurftu að bíða aðeins í morgun því það voru snarpar kviður við bryggju, annars hefur gengið vel að lesta […]
Myndaveisla: VSV-lið á útopnu á árshátíð

Þær gerast vart líflegri árshátíðirnar en sú sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar sóttu í Höllinni í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld, 19. október. Ingó veðurguð stjórnaði samkomunni og lék fyrir dansi fram undir morgun ásamt hljómsveit sinni. Tónelsk ungmenni úr byggðarlaginu sungu á sviðinu og slógu í gegn, annars vegar Gaddarar og hins vegar Sóley Óskarsdóttir. Á […]
Ný stjórn í Stafkirkjunni

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Stafkirkjunni á Heimaey, en það eru mennta- og menningarmálaráðherra, Vestmannaeyjabær og Biskup Íslands sem tilnefna í stjórnina til fjögurra ára í senn. Kári Bjarnason hefur verið tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra og tekur við af Hörpu Gísladóttur. Sólveig Adolfsdóttir hefur verið tilnefnd af Vestmanneyjabæ og tekur við af […]
Mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum

Kalt hefur verið í Eyjum undanfarna daga og hvöss norðan átt. Mikið álag hefur verið á HS veitum en margir bæjarbúar fengu SMS skilaboð frá fyrirtækinu í gær þar sem varað var við sveiflum í hita og þrýstingi vegna truflana í hitaveitu í Vestmannaeyjum. „Þetta er eitt mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum […]
Jól í skókassa – Aðeins vika eftir af verkefninu í Eyjum

Jól í skókassa hefur farið ágætlega af stað hér í Vestmannaeyjum og fjölmargir virkir í verkefninu. Síðasti skiladagur verkefnisins er föstudaginn 1. nóvember og því aðeins rétt rúm vika til stefnu fyrir þá sem ætla að vera með. Koma má með kassana í Landakirkju sem er að jafnaði opin milli 9 og 15 virka daga […]
Pallar og plötur fuku

Hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum í morgunsárið, fréttavefurinn ruv.is greindi frá því að pallar fuku af stillans og þakplötur sem höfðu verið teknar af húsi vegna viðgerða tóku að fjúka. Lögreglumenn í Vestmannaeyjum gátu aðstoðað eiganda þakplatanna við að festa þær niður og eigandi stillansans hafði náð að tryggja hann áður en lögregla kom á vettvang. (meira…)