Jól í skókassa hefur farið ágætlega af stað hér í Vestmannaeyjum og fjölmargir virkir í verkefninu. Síðasti skiladagur verkefnisins er föstudaginn 1. nóvember og því aðeins rétt rúm vika til stefnu fyrir þá sem ætla að vera með.

Koma má með kassana í Landakirkju sem er að jafnaði opin milli 9 og 15 virka daga og svo á sunnudögum í kringum sunnudagaskóla og messutíma. Einnig má fara með kassa niður á Flytjanda en Flytjandi er einn bakhjarla verkefnisins.

Nálgast má skókassa í Axel Ó, Sölku og Flamingo.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á kfum.is/skokassar