Hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum í morgunsárið, fréttavefurinn ruv.is greindi frá því að  pallar fuku af stillans og þakplötur sem höfðu verið teknar af húsi vegna viðgerða tóku að fjúka.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum gátu aðstoðað eiganda þakplatanna við að festa þær niður og eigandi stillansans hafði náð að tryggja hann áður en lögregla kom á vettvang.