Nýtt háskólanám í Eyjum!

    Núna í hádeginu var skrifað undir samning um að hefja kennslu í íþróttafræði á háskólastigi hér í Vestmannaeyjum. Aðilar að þessu samkomulagi eru Háskólinn í Reykjavík, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Vestmannaeyjabær. Boðið verður upp á þetta nám frá og með haustinu 2020. Ráðinn verður sérstakur umsjónarmaður námsins sem búsettur verður í Vestmannaeyjum.   […]

Ási með líflegan fund

Ásmundur Friðriksson alþingismaður hélt opin fund í Ásgarði í dag og bauð uppá súpu og spjall. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður. „Það var farið yfir allt þetta helsta ræddum mikið fjárlög og samgönguáætlun. Hljóðið var gott í fundargestum og var farið um víðan völl á fundinum, sagði Ási. Ási hefur verið á […]

Boðið verður upp á fjarnám í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík haustið 2020 

Í hádeginu í dag skrifuðu þær Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra og Hafrún Kristjánsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík undir samkomulag þess efnis að frá og með næsta hausti verði í boði fjarnám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Ráðinn verður sérstakur umsjónarmaður námsins sem búsettur verður í Vestmannaeyjum.   Sterk íþróttahefð í […]

Munaðarlausa stúlkan

Munaðarlausa stúlkan er bók sem Sigurgeir Jónson er að gefa út um þessar mundir. Sagan er gömul þjóðsaga sem Sigurgeir heyrði í útvarpi fyrir mörgum árum. Söguna lagði hann á minnið og hefur svo sagt barnabörnunum við háttatíma. „Afadæturnar mínar taka þessa sögu fram yfir önnur þekktari ævintýri. Ég hef hvergi fundið þessa sögu á […]

Ferðaþjónustan vaxandi burðarás í atvinnulífi Vestmannaeyja

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja boðuðu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Herjólfs ohf. á fund í Sagnheimum í gær þar sem skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar var kynnt en skoðað var umfang fjárfestingar í greininni, stöðugildi yfir sumartíma annars vegar og vetrartíma hinsvegar.    Stöðugildum í ferðaþjónustu fækkar yfir 60% yfir vetrartímann Í skýrslunni kemur fram að […]

Farsími Jóns Atla áhrifamesta fiskileitartækið!

„Ég fór í rekstrarfræði fyrir sunnan og velti fyrir mér sjávarútvegsfræðum í framhaldinu en tók svo stefnu á Stýrimannaskólann. Sjómennskuna þekkti ég, fannst hún áhugaverð og spennandi og er enn þeirrar skoðunar. Sjálfar fiskveiðarnar eru sérlega spennandi, ekki síst með miklum tæknibreytingum í veiðarfærum og búnaði tengdum uppsjávarveiðum. Til sögunnar komu miklar græjur í brúna […]

VSV og Hafnareyri fyrirmyndarfyrirtæki 2019

Vinnslustöðin er nr. 46 og Hafnareyri nr. 485 á lista alls 883 fyrirtækja sem Creditinfo telur framúrskarandi í ár. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Eyjum, afhenti dýrindis kökur heiðrinum til staðfestingar í gær! Fyrirtækjalistinn var birtur fyrir helgi og eins og nærri má geta standast mun færri en vildu kröfur sem gerðar eru til sæmdarheitisins […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.