Nokkuð er um að út­sel­ir kæpi á norðurodda Surts­eyj­ar, en þeir voru þó tals­vert færri í leiðangri sem far­inn var fyrr í mánuðinum held­ur en var haustið 2017. Fjöld­inn nú var í takt við aðrar sela­taln­ing­ar í eyj­unni.

Til­gang­ur leiðang­urs­ins nú var einkum að fá yf­ir­lit um dreif­ingu og fjölda selkópa í látr­inu, sem er á norður­tanga eyj­ar­inn­ar, m.a. til að kanna hvort sel­irn­ir hafi átt þátt í gróður­fram­vindu á tang­an­um und­an­far­in ár.

Þar hef­ur gróður auk­ist mjög á sama tíma og sel­um hef­ur fjölgað. Það er hliðstæða við máva­byggðina sem hef­ur gróið upp sunn­ar á eynni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

tekið af mbl.is