Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Landakirkju þar sem öllu hljóð- og myndkerfi kirkjunnar er skipt út fyrir nútíma búnað. Eins og þeir vita, sem sótt hafa stærri athafnir í kirkjunni undanfarin misseri hefur búnaðurinn ekki verið upp á sitt best og því löngu kominn tími á úrbætur í þessum efnum.

Eins og fyrr verður hljóði og mynd veitt niður í safnaðarheimili í stærri athöfnum ásamt því að hægt verður að veita því í fræðslustofu safnaðarheimilisins í þeim tilvikum þar sem erfidrykkja er í safnaðarheimili. Áfram geta aðstandendur fengið afrit af athöfnum en því til viðbótar verður nú hægt að streyma athöfnum út á netið á lokuðu svæði fyrir þá sem óska þess.

Það eru Geisli og Hljóð X sem sjá um uppsetningu og frágang.

Kvenfélag Landakirkju á svo skilið hinar mestu þakkir fyrir að tryggja að þetta sé orðið að veruleika. Án þeirra væri Landakirkja fátæk.

tekið af landakirkja.is