Eyjablikksmótið fer fram um helgina

Um helgina verður haldið stórt fjölliðamót í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða eitt af mótunum sem telja í Íslandsmóti í 5.flokki karla og kvenna, eldra ár.

Á annan tug félaga eru skráð til keppni, um 40 lið og tæplega 400 keppendur verða á mótinu.

Við hvetjum áhugasama handknattleiksunnendur til þess að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni og fylgjast með stjörnum framtíðarinnar.

Hérna er hlekkur inn á Facebook-síðu mótsins, þar sem hægt verður að finna nánari upplýsingar um mótið: https://www.facebook.com/eyjablikksmotid/

Jólafylkir 2019

Mest lesið