Bæjarstjórnarfundur hófst í október og lauk í nóvember

Rúmlega sex klukkustunda fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja lauk í nótt. Á dagskrá vour sautján liðir en meðal þess sem var til umræðu var fjárhagsáætlun 2020.

Við þær umræður bókuðu fulltrúar D-lista
Fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram við fyrri umræðu ber þess merki að lítið megi út af bregða við rekstur sveitarfélagsins. Tekjur Vestmannaeyjabæjar stæðu ekki undir gjöldum og væri rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar neikvæð ef ekki væri fyrir fjármagnstekjur sveitarfélagsins, sem eru fyrst og fremst tilkomnar vegna ábyrgrar fjármálastjórnunar undanfarinna kjörtímabila. Rekstur þar sem tekjur standa ekki undir gjöldum getur ekki talist ásættanlegur til lengri tíma. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta að nauðsynlegt er að gæta að ábyrgð og ráðvendni í rekstri og reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir vaxandi þenslu og útgjaldaaukningu en laun- og launatengd gjöld eru stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins.

Tillaga um gjaldskrár Vestmannaeyjabæjar
Alla jafna hefur gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar fyrir þjónustu hækkað milli ára í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs. Miðað við spá um verðlagsþróun ætti gjaldskráin að hækka um 3,2% á næsta ári. Í forsendum fjárhagsáætlunar fyrir 1552. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja Vestmannaeyja 915 2020 kemur fram að taka þurfi sérstaka ákvörðun um hækkun. Með því að hækka ekki gjaldskrána er Vestmannaeyingum auðveldað að nýta þá þjónustu sem bærinn hefur upp á að bjóða. Ákvörðun um slíkt væri jafnframt liður í að ná markmiðum lífskjarasamnings stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, sem felur m.a. í sér lækkun skatta og gjalda hins opinbera. Í áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga er lagt til að hækka gjaldskrár ekki meira en 2,5%. Bæjarstjórn leggur til að hækka ekki almenna gjaldskrá bæjarins í A-hluta bæjarsjóðs fyrir næsta ár, þ.m.t. leikskólagjöld, gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar, matarkostnað fyrir börn í grunn- og leikskólum, dagvistargjöld og úttektrargjöld. Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði Trausta Hjaltasonar (D-lista), Hildur Sólveig Sigurðardóttir (D-lista) sat hjá.

Mest lesið