Tvenna í dag

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta myndaði leikina um helgina.

Í dag verður tvenna hjá meistaraflokkunum okkar í Olísdeildum karla og kvenna.

Stelpurnar okkar byrja en þær fá feykisterkt lið Vals í heimsókn, leikurinn hefst klukkan 15:00.

Strákarnir spila svo strax í kjölfarið við Fjölnismenn úr Grafarvogi, sá leikur hefst klukkan 17:15.

Mætum öll í húsið og gerum okkur glaðan dag, tveir hörku handboltaleikir á sunnudegi, verður það eitthvað betra?

Hvetjum okkar fólk til sigurs og sækjum þau stig sem í boði eru!

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Mest lesið