Heilbrigðisstofnun Suðurlands býr svo vel að eiga fjölmarga góða og dygga bakhjarla sem hafa stutt við bakið á stofnuninni í gegnum tíðina. Þessir góðu bakhjarlar HSU leynast víðsvegar í heilbrigðisumdæminu. Nýverið var Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum afhent 100 þúsund kr. peningagjöf frá Vosbúð nytjamarkaði. Peningunum mun verða varið í tækjakaup fyrir stofnununa í Vestmanneyjum. Eru forsvarsmönnum Vosbúðar færðar innilegustu þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr.

Tekið af hsu.is