12. tölublað Eyjafrétta í 46. árgangi kemur út í dag. Í blaðinu er farið um víðan völl. M.a. áttatíu ára afmæli Lúðrasveitar Vestmannaeyja, dagskrá Safnahelgarinnar, sem spannar tvær helgar að þessu sinni. Vestmannaeyjar á Google kortið, Helgi Sigurðsson nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu og nýtt hetjulag frá Ingó Veðurguði um bikaróðan Eyjamann.

Áskrifendur eiga von á blaðinu inn um lúguna á hverri stundu en þeir sem ekki geta beðið geta að sjálfsögðu nú þegar lesið blaðið hér á síðunni.
Aðrir geta nálgast blaðið á Kletti, í Tvistinum og í Krónunni. Nú eða einfaldlega gerst áskrifandi 😉

Góðar stundir.