Erlendur Bogason opnar sjávarlíf.is

Tekið af sjavarlif.is

Vefurinn sjávarlíf.is er kominn í loftið, þó hann sé enn í þónokkri vinnslu. Erlendur Bogason kafari hefur um árabil myndað lífverur neðansjávar við strendur Íslands. Núna eru ljósmyndirnar og myndskeiðin aðgengilegar á þessum vef, sjávarlíf.is.

Hafið er undirstaða lífs á jörðinni og velmegunar íslensks samfélags. Í hafinu í kringum Ísland er fjölbreytt líf dýra og gróðurs, meira en við getum ímyndað okkur.

Vefurinn verður kynntur á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8.30

Dagskráin

Sjávarlíf – Lífið í hafinu

Mest lesið