Styttur bæjarins – Helga og Sigurgeir saman í Einarsstofu

Hluti af sýningu Sigurgeirs Jónassonar í Einarsstofu klukkan 17.00 í dag eru myndir af listaverkum í bænum sem hann tók sérstaklega fyrir Helgu Hallbergsdóttur, fyrrum safnstjóra Sagnheima. Tengjast myndirnar lokaverkefni hennar í námi og nafnið, Hraun og menn vísar til þess að árið 1999 komu hingað 24 norrænir listamenn og dvöldu hér hluta úr sumri […]
Nágrannakvöld Húsasmiðjunni Vestmannaeyjum – myndir

Í gærkvöldi fór fram nágrannakvöld hjá Húsasmiðjunni Vestmannaeyjum. Afsláttur var af völdum vörum auk þess sem fjölbreyttar vörukynningar og tískusýningar fóru fram. (meira…)
Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja slitið, keyptu tæki í sjúkrabíl fyrir “afganginn”

Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja sem stofnað var 9. febrúar 1930 hefur verið slitið. Á haustmánuðum 2018 skipaði sýslumaðurinn í Vetmannaeyjum skilanefnd. Engin starfsemi hafði verið í félaginu í mörg ár og hefur nefndin lokið störfum. Í henni voru lögmennirnir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason og Garðar Björgvinsson, húsasmíðameistari. Frá stofnun og fram að gosinu 1973 var starfsemi […]
64 prósent fýla með plast í maga

Plast fannst í meltingarvegi nær tveggja af hverjum þremur fýlum í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands fyrir Umhverfisstofnun. Samkvæmt henni voru um 64 prósent fýla með plast í meltingarvegi og af þeim voru um þrettán prósent með meira en 0,1 gramm af plasti. Það er yfir því markmiði sem stefnt er að, að innan við tíu prósent […]
Met mæting á kótilettukvöld – myndir

Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja stóð fyrir árlegu kótilettukvöldi síunu í gærkvöldi. Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarsson matreiðslumaður standa fyrir kvöldinu og rennur allur ágóði af kvöldinu til samfélagsverkefna í Eyjum. Að þessu sinni voru það Gleðigjafarnir sem nutu góðs af kvöldinu. Alls mættu 250 manns sem er met mæting og er ekki annað að sjá á meðfylgjandi […]
Rauða ljónið í ÍBV föndrar á jólasveinaverkstæðinu

„Dugnaður hans og útsjónarsemi hvað samspil varðar vekur hvarvetna aðdáun, að ógleymdri þeirri miklu yfirferð sem hann á í hverjum leik. Hann er sannkallaður Rauða ljónið á miðjunni.“ Þannig gerði Eyjablaðið upp sparktíð ársins hjá Óskari Valtýssyni, miðvallarspilara ÍBV í fótbolta, á Þorláksmessu 1971. Eftir Óskari var vel tekið á knattspyrnuvellinum og iðulega var hann […]
Setning og sýning – myndir

Safnahelgi hófst formlega í gær með tveimur viðburðum í Einarsstofu, Safnahúsi. Opnaði Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja samsýninguna í anda Júlíönu Sveinsdóttur. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00-18:00. Safmahelgin var svo sett í Stafkrikjunni það gerði Sr. Viðar Stefánsson og Guðný og Helgi Tórshamar sungu nokkur lög við […]
Dagskrá Safnahelgar 7. til 17. nóvember 2019

Tónlist, myndlist, ljósmyndir, upplestur, erindi og opnun á safni Fimmtudagur 7. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja opnar samsýninguna Í anda Júlíönu Sveinsdóttur. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00-18:00. Fimmtudagur 7. nóvember kl. 18:00 í Stafkirkju. Sr. Viðar Stefánsson setur Safnahelgina og […]