Plast fannst í meltingarvegi nær tveggja af hverjum þremur fýlum í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands fyrir Umhverfisstofnun. Samkvæmt henni voru um 64 prósent fýla með plast í meltingarvegi og af þeim voru um þrettán prósent með meira en 0,1 gramm af plasti. Það er yfir því markmiði sem stefnt er að, að innan við tíu prósent fýla hafi 0,1 gramm af plasti í meltingarfærum sínum.

Samkvæmt rannsókninni voru að meðaltali 3,7 plastagnir í hverjum fýl og meðalþyngd þess var 0,12 grömm. Það er í samræmi við niðurstöður ársins 2018 en örlítið minna en í eldri rannsóknum.

Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að svo virðist sem minna plast sé í fýlum hér við land en annars staðar við Norður-Atlantshaf.

ruv.is greindi frá