Tónlist, myndlist, ljósmyndir, upplestur, erindi og opnun á safni

Fimmtudagur 7. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja opnar samsýninguna Í anda Júlíönu Sveinsdóttur. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00-18:00.
Fimmtudagur 7. nóvember kl. 18:00 í Stafkirkju. Sr. Viðar Stefánsson setur Safnahelgina og Guðný Tórshamar syngur nokkur lög við eigin undirleik.
Föstudagur 8. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Úr safni Sigurgeirs ljósmyndara. Sigurgeir frá Skuld sýnir valdar listrænar myndir og Helga Hallbergsdóttir fer yfir syrpu hans af verkefninu Hraun og menn.
Laugardagur 9. nóvember kl: 12 í Einarsstofu, Safnahúsi. Súpa í boði Söguseturs 1627.
Laugardagur 9. nóvember kl: 12:30 í Einarsstofu, Safnahúsi. Bjarni Harðarson skrifar undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.
Laugardagur 9. nóvember kl: 13 í Einarsstofu, Safnahúsi. Bjarni Harðarson kynnir nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni. Harpa Rún Kristjánsdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.
Laugardagur 9. nóvember kl. 14:30 í Einarsstofu, Safnahúsi. Guðrún Bergmann fjallar um 5 einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.
Laugardagur 9. nóvember kl. 16:00 í Hvítasunnukirkjunni, stóra salnum: Lúðrasveit Vestmannaeyja með hátíðartónleika í tilefni af 80 ára afmælis sveitarinnar.
Sunnudagur 10. nóvember kl. 13:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima segir frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936.
Sunnudagur 10. nóvember í Sagnheimum, Safnahúsi. Að loknu erindi Harðar er opnuð sýning á myndum og fleiru sem tengist för þeirra. Voru Eyjamennirnir fimm í hópi 50 Íslendinga sem fóru á þessa frægustu Ólympíuleika allra tíma.
Föstudagur 15. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu í Safnahúsi. Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Á þessari 10. ljósmyndasýningu sýna Jói Myndó, Sigmar Pálmason (Bói Pálma) og Halldór Sveinsson.
Föstudagur 15. nóvember kl. 20:30 í Eldheimum. Halldór Einarsson (Henson) kynnir nýja bók sína.
Laugardagur 16. nóvember kl. 11:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Sigurgeir Jónsson kynnir nýja bók og sýndar verða teikningar Sunnu Einarsdóttur sem myndskreytti bókina. Tónlistaratriði á vegum Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Laugardagur 16. nóvember kl. 13:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Ragnar Jónsson á Látrum fjallar um spíramálið í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð 1943.
Laugardagur 16. nóvember í Sagnheimum, Safnahúsi. Að loknu erindi Ragnars fjallar Ragnar Óskarsson um Sigríðarslysið.
Laugardagur 16. nóvember kl. 14:00 í húsnæði Sea Life Trust. Ásrún Magnúsdóttir kynnir og les upp úr nýrri bók sinni Ævintýri Munda lunda.
Sunnudagur 17. nóvember kl. 13:00 í Náttúrugripasafni við Heiðarveg. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri opnar sýningu á munum safnsins, fugla- og steinasafni, og Hörður Baldvinsson fjallar um sögu safnsins. Djúpið opnar sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn.

Opnunartími safnanna um Safnahelgi:
Sagnheimar, byggðasafn: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Ókeypis aðgangur.
Eldheimar: Opið alla daga kl. 11-17.
Sea Life Trust: Opið alla daga kl. 13-16.