Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja slitið, keyptu tæki í sjúkrabíl fyrir „afganginn“

Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja sem stofnað var 9. febrúar 1930 hefur verið slitið. Á haustmánuðum 2018 skipaði sýslumaðurinn í Vetmannaeyjum skilanefnd. Engin starfsemi hafði verið í félaginu í mörg ár og hefur nefndin lokið störfum. Í henni voru lögmennirnir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason og Garðar Björgvinsson, húsasmíðameistari.
Frá stofnun og fram að gosinu 1973 var starfsemi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja mjög öflug. Félagið keypti húsið Breiðablik og rak þar í mörg ár Kvöldskóla Iðnaðarmanna og var með víðtæka starfsemi.
Í sjóðum félagsins voru peningar og voru keypt fyrir þá tæki í sjúkrabíl og á sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum, tveir Laryngoscope video með fylgihlutum að andvirði 800 þúsund krónur.
Veittu þeir Gústaf A. Gústafsson varðstjóri sjúkraflutninga og Hafseinn D. Þorsteinsson læknir tækjunum viðtöku.

F.h. skilanefndar:

Garðar Björgvinsson.

Jólafylkir 2019

Mest lesið