Met mæting á kótilettukvöld – myndir

Snorri, Pétur og Gunnar

Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja stóð fyrir árlegu kótilettukvöldi síunu í gærkvöldi. Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarsson matreiðslumaður standa fyrir kvöldinu og rennur allur ágóði af kvöldinu til samfélagsverkefna í Eyjum. Að þessu sinni voru það Gleðigjafarnir sem nutu góðs af kvöldinu. Alls mættu 250 manns sem er met mæting og er ekki annað að sjá á meðfylgjandi myndum að gestir hafi verið hæst ánægðir með lambakótilettur upp á gamla mátann þ.e. í raspi, með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu.

Mest lesið