Knattspyrnudeild ÍBV stóð fyrir árgangamóti í dag. Alls tóku átta lið þátt flest saman stóðu af blönduðum árgöngum. Góðir taktar sáust á köflum en þó áttu flestir leikmenn það sameiginlegt að muna fífil sinn feguri á fótboltavelli. Það var að lokum sameiginlegt lið 77, 78 og 79 sem sigraði árgang 83 í spennandi úrslitaleik með einu marki og stóðu uppi sem sigurvegarar. Allir skemmtu sér vel og það sem mestu máli skipti að engin alvarleg slys urðu á þáttakendum, þó var einn snúinn ökli og nokkrir aumir nárar hér og þar.