Klukkan tíu mínútur yfir tólf í nótt var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna óveðursaðstoðar. Sólskáli var að fjúka við Illugagötu. Vel gekk að koma í veg fyrir að alvarlegt tjón hlytist af veðrinu.

Vindhraði á stórhöfða í nótt náði 36 m/s og náði 47 m/s í hviðum.