Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út  janúar næstkomandi. Skrifað var undir samninginn í dag 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er. Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kostur.
Dýpkunarskipið Dísa ásamt áhöfn mun liggja við í Vestmannaeyjahöfn og nýta þau tækifæri er gefst til dýpkunar í samræmi við efni samningsins. Samkomulagið felur einnig í sér breytingar á fyrri samningi að því leyti að ekki er gert ráð fyrir aðkomu Björgunar að dýpkun í marsmánuði eins og núverandi samningar gerðu ráð fyrir.

Leitað verður eftir því að fá til starfa stærra skip með öflugri búnað til þess að opna höfnina en Björgun mun svo taka við og ljúka frekari hreinsun.