Haukar – ÍBV kvenna kl. 19:00

Í kvöld klukkan 19:00 mætast Haukar og ÍBV í CokaCola bikar kvenna á Ásvöllum. Þessi lið enduðu í 3. og 4. sæti á síðasta tímabili. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í vetur enda gengu þau bæði í gegnum mikilar breytingar á milli tímabila. Liðin eru í dag jöfn með 5 stig í 6. og 7. sæti og hafa mæst einu sinni í vetur en þá fóru Haukastelpur með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum 18-21. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Við hvetjum alla til að mæta á Ásvelli í kvöld og styðja stelpurnar.

Jólafylkir 2019

Mest lesið