Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.

Bókin heitir STÖNGIN ÚT og mun Halldór kynna hana í Eldheimum föstudagskvöld 15. nóvember Kl. 20:30 og verður hún að sjálfsögðu til sölu á staðum – Halldór les, áritar og spjallar við gesti.

Arnór og  Helga ætla að hita upp með fáeinum þekktum perlum síðustu aldar.

Kynning bókarinnar er liður í Safnahelginni, sem í ár , dreifist af ýmsum ástæðum,  yfir nokkrar helgar.

Húsið opnar kl. 20:00