Textílmiðstöðvar Íslands var með skemmtilegt fræðandi erindi um uppbyggingu starfrseminnar á Blönduósi.

Í tilefni af opnun á nýju húsnæði fyrir starfsemi Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja bauð Þekkingarsetrið upp á opið hádegiserindi þar sem Katharina A. Schneider, verkefnastjóri fór yfir tilurð og verkefni Textílmiðstöðvar Íslands sem staðsett er á Blönduósi. Textílmiðstöðin varð til við samþættingu á Textílsetri Íslands og Þekkingarsetursins á Blönduósi í byrjun árs 2019 en tilgangur Miðstöðvarinnar er m.a. að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl.

Eftir erindið heimsótti Katharina Lista- og menningarfélagið í Hvítahúsið og kynnti sér starfsemina sem er að fara af stað þar. Ljóst er að Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja getur tekið upp ýmislegt af því sem Textílmiðstöðin er að gera og útfært fyrir Vestmannaeyjar og nýtt í starfsemi félagsins.

Upptaka af erindinu og glærur eru aðgengilegar í tenglum á setur.is