Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út í morgun til að aðstoða við að hemja fjúkandi hluti við Smáragötu. Hvöss austan átt hefur verið í Eyjum frá því í gærkvöldi og hefur meðalvindhraði á Stórhöfða í nótt verið um 30 m/s en farið í allt að 40 m/s í hviðum.