Vinna við rafvæðingu stöðvuð, nýji fer seinnipartinn

Herjófur III hefur leyst Herjólf af í tvær vikur vegna vinnu við hleðslubúnað skipsins. Nú hefur þessi vinna verið stöðvuð og nýja ferjan fer aftur í áætlun í dag. Þetta hlé er gert á rafvæðingunni vegna bilana í stýringu á armi hleðsluturnsins í Vestmannaeyjum að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúia Vegagerðarinnar. „Ekki liggur fyrir neitt um næstu skref ennþá og beðið er eftir upplýsingum. Herjólfur fer í áætlunarsiglingu klukkan 17:00 í dag og í eðlilegan rekstur,“ sagði G. Pétur í samtali við Eyjafréttir.

Jólafylkir 2019

Mest lesið