Eins og flestir vita eru stórar framkvæmdir í gangi í sundlaugarklefunum og gufubaðinu.Framkvæmdir í karlaklefa ganga vel og er Siggi Múrari byrjaður að flísa eins og vindurinn. Föstudaginn 22. Nóvember munum við svo loka kvennaklefanum og byrja að skipta um þakið á honum í næstu viku. Kvennaklefinn mun því færast í nýju leikfimisklefana og áfram gengið í gegnum ganginn sem karlarnir hafa notast við frá upphafi framkvæmda. Við þökkum kærlega fyrir þann skilning sem sundlaugargestir hafa sýnt framkvæmdunum og við reynum eftir bestu getu að halda þjónustustiginu eins háu og mögulegt er á meðan framkvæmdir eru í gangi.

Gufubaðið er á lokastigi og verður opnað á föstudaginn 😉

M.b.k. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja

Gufubaðið er á lokastigi
Gufubaðið er á lokastigi