Bæði skip komin í lag

Viðgerðum er lokið á Herjólfi og Herjólfi III en bæði skipin biluðu á sama tíma og því ekki hægt að sigla samkvæmt áætlun framan af degi. Starfsmenn Herjólfs ohf. og Skipalyftunnar ehf. í Vestmannaeyjum hófust handa í Herjólfi III í morgun og voru vélar ferjunnar komnar í lag og í gang kl. 16:30 í dag. […]

Egill í Einarsstofu – Svaðilför í Surtsey og siglt um heimshöfin

Egill Egilsson og Heiðar bróðir hans verða með 11. sýninguna í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn. „Ég er fæddur 23. nóvember 1947 og byrja því afmælisdaginn með því að sýna úrval af þeim myndum sem ég hef tekið í gegnum tíðina,“ segir Egill. „Ég byrjaði að taka myndir […]

Bræður mætast í Einarsstofu

Það var létt yfir fólki sem mætti í Einarsstofu á föstudaginn var, þar sem Jói Myndó, Bói Pálma og Halldór Sveins sýndu myndir sínar. Ólíkar sýningar en allar athyglisverðar og skemmtilegar.  Í fótspor þeirra feta engir aukvisar þar sem eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem hafa myndað frá barnæsku og eru enn að. Þetta verður […]

Breytingar á skipulagi Hafrannsóknastofnunar – Uppsagnir ná ekki til Eyja

Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi Hafrannsóknastofnunar. Það er gert til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum er fækkar úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði munu verða breytingar í rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og […]

Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju.  Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 með tónleikum þar sem fram […]

Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn. Þeir bræður byrjuðu ungir að taka myndir og lögðust í siglingar um flest heimsins höf ungir að árum. Það verður […]

Strákarnir áfram í Bikarnum eftir fimmtán marka sigur

Meistaraflokkur ÍBV tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í gærkvöldi eftir sannfærandi sigur á Þrótti í Reykjavík. Grill-66 deildarlið Þróttar sá aldrei til sólar gegn ÍBV og stóðu leikar 17-6 í hálfleik. Sá munur hélst þó óbreyttur til leiksloka og urðu lokatölur 33-18. Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í liði ÍBV með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.