Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum. Reyndin varð önnur og erum við að sigla í elleftu sýninguna á morgun […]
Fréttatilkynning frá Fyrir Heimaey

Fyrir Heimaey verður með súpufund á morgun laugardaginn 23. nóvember kl. 11:30 á Einsa Kalda. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður bæjarráðs sitja fyrir svörum. Valin málefni bæjarráðs verða rædd auk þess sem Íris Róberts mun fara yfir helstu atriði úr fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Boðið verður uppá súpu, brauð og kaffi. Allir […]
Hákon við löndun í Vestmannaeyjahöfn

Nú stendur yfir löndun á um 500 tonnum af afskurði af heimasíld úr frystitogaranum Hákoni EA sem er í eigu Gjögurs í Grenivík. Hákon hefur verið á veiðum fyrir vestan land og er aflinn frystur um borð. Afskurðurinn sem er verið að landa fer í bræðslu hjá Ísfélaginu. (meira…)
Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu
Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum. Reyndin varð önnur og erum við að sigla í elleftu sýninguna á morgun […]
Endurbygging Skipalyftukants

Vestmannaeyjahöfn óskar eftir tilboðum í endurbyggingu Skipalyftukants. Stálþilið og þekjan í kring eru fyrir löngu orðin lúin og því brýn þörf á endurbótum. Helstu verkþættir í tilboðinu eru að brjóta 111 m af kantbita, taka upp 15 stálþilsplötur, reka niður 69 stálþilsplötur, setja upp 111 m af stálþilsfestningum, fylla um 2.800 m3 og steypa 111m […]
Lokatónn á glæsilegri afmælishátíð

„Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju á sunnudaginn. „Kirkjan hefur svo sannarlega átt sinn sess í sögu Vestmannaeyja og á […]
Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju. Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 með tónleikum þar sem […]