Gjöf frá sjúkraþjálfurum í Vestmannaeyjum

Í dag, 25. nóvember er afmælisdagur Sóleyjar Ólafsdóttur og vilja sjúkraþjálfarar í Vestmannaeyjum minnast þeirrar einstöku konu með því að færa Gleðigjöfunum 100.000 krónur að styrk. Sóley var einstök kona og vakti athygli hvar sem hún kom fyrir einstaklega glaðlega framkomu, ósérhlífni og var samferðafólki sínu mikil fyrirmynd hvað hugarfar varðar og eru undirrituð þakklát […]

Dýpi í Landeyjahöfn mjög gott

Dýpið í Landeyjahöfn er óhemju gott miðað við árstíma. Lægðirnar sem hafa komið að undanförnu hafa í raun hjálpað til við dýkunina og fjarlægt sand af siglingasvæði Herjólfs í stað þess að bæta í sandinn. Því er svo komið núna að ekki er þörf fyrir dýpkunarskipið Dísu, í bili a.m.k., en hún hefði annars verið […]

Árný Heiðarsdóttir heiðruð

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambandsins 2019 fór fram föstudaginn 22. nóvember. Þar var  spretthlaupararinn Árný Heiðarsdóttir heiðruð, í flokki 60-65 ára. Árný fékk viðurkenningu fyrir besta afrek ársins ásamt fleirum. Til grundvallar liggur reiknilíkan Howard Grubb og félaga þar sem árangur er miðaður við reiknað heimsmet fyrir hvert aldursár í hverri grein. Árný náði 93,8% fyrir 9,68 sek. […]

Andlát: Magnús Bjarnason

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,tengdafaðir og afi,Magnús BjarnasonMuggur í Garðshornilést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 21. nóvember.  Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 14.Unnur Gígja Baldvinsdóttir,Margrét Lilja Magnúsdóttir,   Jóhann PéturssonBjarni Ólafur Magnússon,Jenný Huld, Magnús Ellert, Baldvin Búi,​Gígja Sunneva og Snjólaug Hildur.   (meira…)

Ég lofa eftir Albert Tórshamar er lag nóvember mánaðar

Ellefta lagið og lag nóvembermánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Ég lofa” eftir Albert Tórshamar sem flytur lagið sjálfur. Lag og texti: Albert Tórshamar Trommur: Birkir Ingason Slagverk, Bassi, Gítarar, hammond og raddir: Gísli Stefánsson Hljóðblöndun og tónjöfnun: Gísli Stefánsson Söngur: Albert […]

Særður selur á Skipasandi

Lögreglu var á laugardag tilkynnt um sel á Skipasandi. Um var að ræða fullorðinn landsel en í ljós kom að dýrið var illa sært með með stóran skurð á kviði. Að höfðu samráði við dýralækni var dýrinu lógað. Ungur og efnilegur ljósmyndari, Ingi Gunnar Gylfason tók meðfylgjandi ljósmynd.   View this post on Instagram   […]

Tæplega 200 manns mættu á tónleika og til messu

Það var húsfyllir í Landakirkju í gær þar sem lokatónn afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar var sleginn. Dagskráin hófst á tónleikum með landsþekktu listafólki, stórtenórnum Gissuri Páli, söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor.   Í kjölfarið sameinuðust kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum í messu, þar sem þau Gissur Páll, Hera Björk og Björn komu fram ásamt Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar.  Tónlistarfólkið hélt svo í kjölfarið […]

Lokadagur 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar – myndir

Lokadagur afmælis Vestmannaeyjabæjar var í gær og hófst með hljómleikum með Eyjapeyjanum Gissuri Páli þar sem Kitty Kovács lék undir með honum. Eyjastúlkan Hera Björk söng við undirleik Björns Thoroddsen gítarsnillings. Eftir hljómleikana var samkirkjuleg messa þar sem prestar úr Landakirkju og Hvítasunnukirkjunni hér í Eyjum auk presta frá Kaþólsku kirkjunni og Aðventistakirkjunni voru saman komnir. Að lokinni messunni var haldin veisla […]

Samningur um Sóknaráætlun Suðurlands til ársins 2024

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu nýverið nýja sóknaráætlunarsamninga við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum. Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) undirritaði samninginn fyrir hönd samtakanna. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Heildargrunnframlag […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.