Lokadagur afmælis Vestmannaeyjabæjar var í gær og hófst með hljómleikum með Eyjapeyjanum Gissuri Páli þar sem Kitty Kovács lék undir með honum. Eyjastúlkan Hera Björk söng við undirleik Björns Thoroddsen gítarsnillings.

Eftir hljómleikana var samkirkjuleg messa þar sem prestar úr Landakirkju og Hvítasunnukirkjunni hér í Eyjum auk presta frá Kaþólsku kirkjunni og Aðventistakirkjunni voru saman komnir.

Að lokinni messunni var haldin veisla í Safnaðarheimili Landakirkju þar sem boðið var upp á veislu að hætti Einsa kalda.

Listafólkið fór að því loknu inná Hraunbúðir þar sem það söng fyrir vistmenn, eins og í Safnaðarheimilinu var veisla að hætti Einsa kalda.