Lögreglu var á laugardag tilkynnt um sel á Skipasandi. Um var að ræða fullorðinn landsel en í ljós kom að dýrið var illa sært með með stóran skurð á kviði. Að höfðu samráði við dýralækni var dýrinu lógað.

Ungur og efnilegur ljósmyndari, Ingi Gunnar Gylfason tók meðfylgjandi ljósmynd.