Margrét Lára hætt

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á ákaflega glæsilegan og gjöfulan knattspyrnuferil að baki, bæði hér á landi og erlendis. Má þar meðal annars nefna að Margrét Lára hampaði Íslandsmeistaratitlinum fjórum sinnum í búningi Vals, […]

Öðruvísi íþróttir hjá GRV

Þessa vikuna eru öðruvísi íþróttir í leikfimi hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Hér má sjá myndir af nemendum í boccia og glímu. Íþróttakennarar hafa fengið góða hjálp frá Sylvíu Guðmundsdóttur sem hefur kennt reglurnar í boccia. tekið af facebook síðu GRV (meira…)

Kveikt á jólatrénu á Stakkó á föstudaginn

Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveitin leikur létt jólalög og börn af Víkinni–5 ára deild syngja. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Lína Langsokkur verður á staðnum og jólasveinar færa börnum góðgæti. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað […]

Leggja til að endurskoða deiliskipulagstillögu

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar var meðal annars til umræðu deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. En á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista. Ráðið […]

Hjáleið í sund

Í dag þriðjudaginn 26. Nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað. Skipt verður um þak á honum og áætlað er að opna ganginn aftur föstudagsmorgun. Sömu klefar verða ennþá fyrir sundlaugargesti, en þar til gangurinn verður opnaður aftur verður gengið framhjá afgreiðslunni og inní sundlaugarsal. Annars ganga […]

Foreign Monkeys með tónleika á Háaloftinu á föstudagskvöld

Foreign Monkeys munu halda tónleika föstudagskvöldið nk. 29. nóvember á Háaloftinu. Sveitin mun flytja lög af nýrri plötu ásamt eldri slögurum og án nokkurs vafa mun hin vinsæla ábreiða sveitarinnar af Nú meikaru það Gústi fá að hljóma. Foreign Monkeys gáfu út myndband á dögunum við lag sitt Return þar sem Hreggviður Óli Ingibergsson fer […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.