Foreign Monkeys munu halda tónleika föstudagskvöldið nk. 29. nóvember á Háaloftinu. Sveitin mun flytja lög af nýrri plötu ásamt eldri slögurum og án nokkurs vafa mun hin vinsæla ábreiða sveitarinnar af Nú meikaru það Gústi fá að hljóma.

Foreign Monkeys gáfu út myndband á dögunum við lag sitt Return þar sem Hreggviður Óli Ingibergsson fer á kostum og eru tónleikarnir einn liður í að fagna því. Lagið kom út á samnefndri plötu í apríl sl.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og opnar húsið kl. 20:30.

Miðaverð er kr. 2.500 við hurð en kr. 2.000 í forsölu en hún fer fram í Tvistinum og er nú þegar hafin.