Hvenær er Vestmannaeyingur Vestmannaeyingur?

Eftir 10 ára búsetu í Brooklyn í New York tók fjölskyldan ákvörðun í byrjun þessa árs að nú væri komin tími til að fara aftur til Íslands, fara heim. En þá vaknar spurningin hvert er “heim” nákvæmlega ? Fyrir 15 ára son minn sem flutti til New York þegar hann var nýorðinn 6 ára og […]
Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu
Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Varð ekki fyrir vonbrigðum Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið […]
Víkingur verður Akranes

Fyrirtækið Loðna ehf á Akranesi hefur keypt farþega bátinn Víking og hefur báturinn skipt um nafn og mun heita Akranes AK. Báturinn hefur verið í yfirhalningu hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. „Þetta er bara svona hefðbundin sölu-skvering það er verið að mála botn og bol fara yfir loka og skipta um sink, sagði Ólafur Friðriksson tæknifræðingur […]
Gleðistund gúanómanna

Bakkar með sviðum og meðlæti komið á borð, spenna og eftirvænting áþreifanleg. Svo var merki gefið og menn tóku til matar síns af krafti. Árleg sviðaveisla hafin í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar sem svo heitir formlega og hátíðlega en kallast einfaldlega „bræðslan“ eða „gúanóið“ manna á meðal. Upphaflega var það víst fiskúrgangurinn sem kallaðist gúanó, hráefnið í […]
Hóta að loka ísbúð í Eyjum

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tilkynnt Joy – Eyjagleði ehf. í Vestmannaeyjum að starfsleyfi fyrirtækisins verði afturkallað næstkomandi föstudag, ef þá hafi ekki verið gerðar útbætur á aðstöðu fyrirtækisins og starfsemi. Joy er veitingastaður með ísbúð. Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við aðstöðu á veitingastaðnum í bréfi sem Heilbrigðiseftirlitið sendi fyrirtækinu 13. nóvember sl. eftir að málið var […]
Malbikað í dag

Áformað er að malbika á þremur stöðum í Vestmannaeyjum í dag nýjan botnlanga í Foldahrauni, brekkuna við aðstöðu Hafnareyrar fyrir neðan sprönguna og bílastæði fyrir austan Ægisgötu 2. Stefnt er að því að malbik komi til Eyja með 11:00 ferðinni en undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna daga en frost í jörðu hefur tafið undirbúninginn. (meira…)
Leita fjármögnunar fyrir landeldi í Eyjum

Vestmannaeyjabær og Fiskeldi Vestmannaeyja hafa undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu, velvilja og áhuga á að setja á fót fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Málið er á frumstigi en þáttur Vestmannaeyjabæjar lýtur fyrst og fremst að ráðgjöf og breytingum á deiliskipulagi, hugsanlegri nýtingu varma frá fyrirhugaðri sorporkustöð og innviðauppbyggingu í tengslum við framkvæmdina, að því er segir […]