Fyrirtækið Loðna ehf á Akranesi hefur keypt farþega bátinn Víking og hefur báturinn skipt um nafn og mun heita Akranes AK. Báturinn hefur verið í yfirhalningu hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. „Þetta er bara svona hefðbundin sölu-skvering það er verið að mála botn og bol fara yfir loka og skipta um sink, sagði Ólafur Friðriksson tæknifræðingur hjá Skipalyftunni.
Akranes sem var smíðað árið 1971 er 27,6 metrar að lengd og 177,7 brúttótonn.