Afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ þarf að fylgja reglum stjórnsýslunnar

Að gefnu tilfelli vegna greinar sem birt var á Eyjafréttum 27. nóvember 2019 („Hvenær er Vestmanneyingur Vestmannaeyingur“) vilja undirrituð koma því á framfæri að frásögn greinarhöfundar er varðar samskipti við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar er ekki rétt og rangt haft eftir um þau svör sem þeir veittu varðandi málið.

Þjónusta og afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ fylgja reglum stjórnsýslunnar og þeirra laga og reglna sem um þau eru. Eðli málsins vegna er ekki hægt að ræða umrætt trúnaðarmál sem var til afgreiðslu í fræðsluráði. Fræðsluráð er pólitíkst skipað ráð en vinnur eftir skýrum lögum og reglum auk þess sem það hefur eftirlit og umsjón með starfseminni bæði faglega og fjárhagslega. Hlutur starfsmanna gagnvart ráðinu er að veita upplýsingar og ráðgjöf. Starfsmenn hafa ekki atkvæðarétt á fundum ráðsins.

Jón Pétursson framkvæmdastjóri, fjölskyldu- og fræðslusviðs
Drífa Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi

Mest lesið