Á aðventu síðustu jóla bryddaði Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal undir yfirskriftinni Þakkarorð á jólum. Þetta þótt einstaklega vel heppnað og því ákveðið að gera þetta að nýju í ár. Í ár er yfirskriftin “að lifa í von.” Daglega í desember, fram að jólum, mun birtast myndbandsinnslag þar sem Vestmannaeyingur talar frá eigin brjósti um vonina. Í myndbandinu hér að ofan útskýrir sr. Viðar Stefánsson jóladagatal Landakirkju í ár. Á morgun mun svo fyrsta innslagið birtast bæði á Facebook síðu Landakirkju og hér á vef Eyjafrétta.