Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að okkur var að berast tilkynning um að staða Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði nú auglýst og einnig verði færð verkefni til Vestmannaeyja til að styrkja embættið og tryggja rekstrargrundvöll þess. Það hefur reynst okkur Eyjamönnum mikilvægt að hafa sýslumanninn staðsettan í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að nýr sýslumaður sæki fram og efli embættið enn frekar, tækifærin eru svo sannarlega til staðar.

Áslaug Arna dómsmálaráðherra hefur skilning á mikilvægi þjónustu embættisins og vilja til að efla starf embættanna á landsbyggðinni og bæta þannig þjónustuna við íbúana. Það er ánægjulegt að hún hafi sýnt málflutningi Eyjamanna fullan skilning og auglýsi starf sýslumanns og færi hingað verkefni, fyrir það erum við þakklát.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins,

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Helga Kristín Kolbeins

Trausti Hjaltason