Umferðaróhapp

Umferðaróhapp varð í morgunsárið á horni Birkihlíðar og Kirkjuvegar. Um var að ræða einn bíl þar sem bílstjóri varð fyrir því óláni að aka út af veginum með þeim afleiðingum að hann hafnaði uppi á garðvegg. Töluvert tjón varð á bifreiðinni en einnig skemmdist tengikassi frá Mílu óvíst er hvort einhver truflun gæti orðið á fjarskiptum í nágrenninu vegna þessa. Engin slys urðu á fólki samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Mest lesið