Má móðir fara með son sinn í sund?

Nú eru fótboltamenn og fótboltakonur að fá ljómandi fína 200 milljóna kr. sturtuklefa undir stúkunni við Hásteinsvöll. Um er að ræða einhverskonar byltingu, en sturtur Týsheimilisins eru ófullnægjandi að mati KSÍ og þá munu hinir nýju klefar stytta umtalsvert vegalengdina fyrir íþróttamennina. Allt er þetta líklegast gott og gilt. Karlaklefinn í Íþróttamiðstöðinni er í meiriháttar […]
Flutningabíll rann í veg fyrir fólksbíl

Umferðaróhapp varð á Strandvegi nú á tólfta tímanum þegar bílstjóri flutningabíls missti stjórn á bifreiðinni. Bíllinn rann yfir á rangan vegahelming og framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Flutningabíllinn stöðvaðist á gamla Magnahúsinu sem nú hýsir meðal annars slippinn. Engin slys urðu á fólki en í það minnsta fólksbifreiðin er töluvert skemmd. Einhverjar […]
4. desember – Lilja Björg Arngrímsdóttir | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í fjórða glugganum er Lilja Björg Arngrímsdóttir. (meira…)
Brunavörðum heimilisins fjölgar

Í vikunni heimsótti Slökkvilið Vestmannaeyja 3. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem og krakkana í Víkinni. Þar var rætt við þau um eldvarnir, við leikskólabörnin með aðstoð slökkviálfanna Loga og Glóðar. „Eftir gott spjall og stutta teiknimynd fengu svo allir viðurkenningarskjal og möppu með skemmtilegum heimaverkefnum auk þess sem þau ætla að vera með okkur í […]
Samþykkir jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar

Bæjarráð samþykkti jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi sínum í gær. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnan er liður í innleiðingu jafnlaunavottunar hjá bænum, en skv, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast slíka vottun. Bæjarráð var upplýst um samning […]
Eyjasundsbikarinn afhentur – myndband
Um helgina var Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta sinn. Bikarinn er afhentur þeim sem hafa synt Eyjasundið. Fimm einstaklingar hafa synt þetta sund. Fyrstur var Eyjólfur Jónsson í júlí árið 1959. Á þessu ári synti Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem er frænka Eyjólfs, fyrst kvenna þetta sund. Sigrún og Kristinn Magnússon sem var sá þriðji til að synda sundið […]