Umferðaróhapp varð á Strandvegi nú á tólfta tímanum þegar bílstjóri flutningabíls missti stjórn á bifreiðinni. Bíllinn rann yfir á rangan vegahelming og framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Flutningabíllinn stöðvaðist á gamla Magnahúsinu sem nú hýsir meðal annars slippinn. Engin slys urðu á fólki en í það minnsta fólksbifreiðin er töluvert skemmd.
Einhverjar skemmdir eru einnig á húsinu, flutningabíllnum sem og gámnum sem hann dróg en hann var fullur af mjölpokum. Nú er unnið í því að tæma gáminn til að hægt sé að draga vagninn í burtu.

“Þetta er bara týpískt hálkuslys,” sagði lögreglan á staðnum í samtali við Eyjafréttir. En eins og sjá má á myndunum féll fyrsti snjórinn í Eyjum í dag. Er því rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega enda flughált á götum bæjarins.