Samþykkir jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar

Bæjarráð samþykkti jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi sínum í gær. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnan er liður í innleiðingu jafnlaunavottunar hjá bænum, en skv, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast slíka vottun.

Bæjarráð var upplýst um samning sem gerður var við vottunarfyrirtækið iCert um vottun jafnlaunakerfis Vestmannaeyjabæjar. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um að forúttekt og vottunarúttekt skuli fara fram á fyrsta ári og eftirlitsúttektir á öðru og þriðja ári.

Mest lesið