Starfsmenn Isavia voru við störf uppi á Heimakletti í morgun við að grafa eina holu í viðbót. Af myndunum að dæma er um að ræða þá staðsetningu sem byggingarfulltrúi hafði áður mælt með og framkvæmda og hafnarráð samþykkt.

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, sagði í samtali við mbl.is 28. september 2019 um þessa staðsetningu.

„Okk­ar aðal­mál er að þessi stöð sé staðsett þannig að það sé hægt að þjón­usta hana. Sú staðsetn­ing sem Vest­manna­eyja­bær hef­ur lagt til er í mjög mik­illi brekku. Þarna þarf að fara upp með var­araf­geyma og annað sem eru 20-30 kíló og það er ekki hægt að leggja það á starfs­menn að fara að at­hafna sig í þess­um halla,“ seg­ir Sigrún.

„Vanda­málið er að þetta er ekki bara ein­skipt­is aðgerð, það þarf að þjón­usta hana næstu árin og það er það sem við erum að tryggja, að ör­yggi starfs­manna sem þjón­usta stöðina sé haft í fyr­ir­rúmi. Þess vegna þurf­um við að velja stað í sam­ráði við bæ­inn og Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­ey­inga um það hvar sé hægt að finna stað sem þjón­ar báðum hags­mun­um. Sé ör­uggt að vinna við, sé ör­uggt að setja upp og sé ör­uggt að viðhalda,” segir Sigrún.

Vonandi verður verður allur frágangur bæði Isavia og Heimakletti til sóma.

Hér má nálgast eldri fréttir Eyjafrétta um málið