Hlynur á EM í víðavangshlaupum

Erópumótið í víðvangshlaupum fer fram í dag í Portúgal. Alls eru keppendur á mótinu 602 talsins frá 40 löndum og eiga Íslendingar einn fulltrúa. Hlynur Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Hann hefur keppni klukkan 12:35 og mun hlaupa 10.225 metra.

Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt frá því að hafa hlaupið hraðasta 1500 metra hlaupið með rafrænni tímatöku upp í það að eiga Íslandsmetið í 10 km hlaupi. Hann hefur mikla alþjóðlega keppnisreynslu og keppti hann nú síðast fyrir fjórum vikum á Norðurlandamótinu í víðvangshlaupum þar sem hann vann sér inn silfurverðlaun.

Hér verður bein útsending frá hlaupinu.
Hér verður hægt að sjá úrslit frá mótinu og frekari upplýsingar

Fri.is greindi frá

Jólafylkir 2019

Mest lesið