Erópumótið í víðvangshlaupum fer fram í dag í Portúgal. Alls eru keppendur á mótinu 602 talsins frá 40 löndum og eiga Íslendingar einn fulltrúa. Hlynur Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Hann hefur keppni klukkan 12:35 og mun hlaupa 10.225 metra.

Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt frá því að hafa hlaupið hraðasta 1500 metra hlaupið með rafrænni tímatöku upp í það að eiga Íslandsmetið í 10 km hlaupi. Hann hefur mikla alþjóðlega keppnisreynslu og keppti hann nú síðast fyrir fjórum vikum á Norðurlandamótinu í víðvangshlaupum þar sem hann vann sér inn silfurverðlaun.

Hér verður bein útsending frá hlaupinu.
Hér verður hægt að sjá úrslit frá mótinu og frekari upplýsingar

Fri.is greindi frá