Hlynur hafnaði í 40. sæti – myndir frá hlaupinu

Hlynur Andrésson hafnaði rétt í þessu í 40. sæti af 92 á Evrópumótinu í 10 km hlaupi á Erópumótinu í víðvangshlaupum sem fór fram í dag í Portúgal. Hlynur hljóp vegalengdina á 31 mínútu og 56 sekúndum en það var Svíinn Fisha Robel sem kom fyrstur í mark á tímanum 29:59. Meðal þáttakenda í hlaupinu eru flestir bestu hlauparar Evrópu í milli og lengri vegalengdum því ljóst að keppning var hörð.

Andrés Sigurðsson faðir Hlyns sendi okkur þessar myndir frá hlaupinu í dag.

Mest lesið