Nú á föstudaginn er Aðventusíld ÍBV. Um er að ræða glæsilegt síldarhlaðborð en kokkur kvöldsins er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV karla.
„Ég er alinn upp í Neskaupstað, sennilega mesta síldarbæ landsins. Pabbi er mikill matgæðingur og var það mikill skóli að fylgjast með honum í eldhúsinu. Mamma gerir mjög fínan mat en stenst pabba ekki snúning. Í nokkur ár var ég með aðventusíld fyrir vini og saknaði ég þeirrar hefðar. Ég sá mér því leik á borði að gera þetta undir merkjum ÍBV,“ segir Daníel. En hvað verður í boði á síldarhlaðborðinu? „Við fengum Vinnslustöðina og Ísfélagið með okkur í þetta og verður boðið upp á jólasíld frá þeim. Þá verður boðið upp á dýrindis rúgbrauð frá Eyjabakarí. Þess utan ætla ég að mixa fimm síldarsalöt, hefðbundin og óhefðbundin, til dæmis karrýsíld og chilli- hvítlaukssíld. Eitt salatið mun þó vekja mesta athygli en ég vil ekki gefa strax upp hvað verður í því.“

Hægt er að kaupa mið í Týsheimilinu eða panta á [email protected]. Hlaðborðið verður frá 18:00 – 22:00 á föstudaginn í Kiwanis og verður opinn bar. Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/575214416642796/