Mikið tjón í FES, komin yfir 160 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Mikið tjón hefur orðið á FES og ekki sér fyrir endann á því, óttast er að meira fari af klæðningunni á norður hlið húsins. Einnig hefur orðið tjón á salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru útkallsverkefni hjá Björgunarfélaginu komin yfir 160 og óttast eru að þau verði fleiri þegar líður á nóttina. (meira…)
Útköllin nálgast 80 – myndir

Það er lítið lát á útköllum hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Útköllin eru á áttunda tug og tjónið mikið. Vindhraði hefur gengið lítillega niður á Stórhöfða en búast má við að hvasst verði fram undir morgun. Óskar Pétur er búinn að fara víða um bæinn og taka meðfylgjandi myndir. (meira…)
Fólk hvatt til að teipa stórar rúður

Tilkynning til íbúa í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands má búast við að þessi mikli vindur standi yfir framá nótt og jafnvel innundir morgun. Íbúar eru hvattir til, þar sem stórar rúður eru í húsum, að teipa rúðurnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt á áttundatug verkefna vegna veðurs. Fólk er beðið um að […]
Komin rúmlega 50 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Björgunarfélag Vestmannaeyja er nú að störfum í átta hópum víða um bæinn en rúmlega 40 manns eru að sinna útköllum þessa stundina. Arnór Arnórsson formaður BV segir mikið tjón af fjúkandi þakplötum víða um bæinn. Arnór ýtrekar að fólk eigi að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur yfir. Meðal vindhraði klukkan 19:00 var 40 […]
Eiðið lokað

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér erftirfarandi tilkynningu: Nú hefur veður versnað talsvert í Vestmannaeyjum og er Björgunarfélag Vestmannaeyja að sinna útköllum víðsvegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin ákvörðun hjá Björgunarfélaginu að ekki sé stætt að sinna útköllum þar og því hefur lögregla lokað fyrir […]
Björgunarfélagið fengið tvö útköll – myndir

Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist tvær hjálparbeiðnir í óveðrinu sem gengur yfir landið. Annarsvegar er um að ræða þakplötur að fjúka á Brekastíg og á Vallagötu splundraðist kofi í veðrinu. Meðalvindhraði á Stórhöfða var 33 m/s og fór yfir 40 m/s í hviðum klukkan 17:00. Óskar Pétur var að sjálfsögðu ekki langt undan með myndavélina og […]
“Versta veðrið gengur yfir í kvöld”

Fátt hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarin sólarhring en veðurspár og ofsaveður. Okkur fannst því tilvalið að heyra í Arnóri Arnórssyni formanni björgunarfélags Vestmannaeyja hvort einhver sérstakur undirbúningur væri fyrir þessu veðri. „Ég er svo sem alveg rólegur, verstu spár gera ráð fyrir því að vindur gæti farið í 30 m/s um níu leitið í kvöld. Þetta er […]
10. desember – Einar Björn Árnason | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í tíunda glugganum er Einar Björn Árnason (meira…)
Förum varlega yfir hátíðirnar

Á facebook síðu slökkviliðs Vestmannaeyja byrtist eftirfarandi póstur en vert er að hafa þessa hluti í huga á næstu vikum. Nú þegar aðventan stendur sem hæst með öllum sínum fallegu rafmagns og kertaljósum viljum við minna fólk á að fara varlega fram að- og yfir hátíðirnar og tryggja öryggi sitt og sinna með því að….. […]
Kátt í Höllinni í jólakaffi VSV

Jólin koma. Yfirgnæfandi líkur eru á að það gerist árlega. Jólakaffi Vinnslustöðvarinnar er að sama skapi fastur viðburður í aðdraganda hátíða í Vestmannaeyjum. Fjölmennt var í Höllinni af þessu tilefni annan sunnudag í aðventu, mikil stemning og hlaðin borð veislufanga í umsjón Starfsmannafélags Vinnslustöðvarinnar. Jólasveinn leit að sjálfsögðu inn galvaskur og dreifði nammi á […]