Tilkynning til íbúa í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands má búast við að þessi mikli vindur standi yfir framá nótt og jafnvel innundir morgun. Íbúar eru hvattir til, þar sem stórar rúður eru í húsum, að teipa rúðurnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt á áttundatug verkefna vegna veðurs. Fólk er beðið um að sína stillingu og halda sig innandyra. Ef aðstoðar er þörf að hringja í 112.